Öðrum starfsdegi vetrarins, föstud. 8. sept. eyddu kennarar leikskóladeildarinnar á Haustþingi leikskóla á Austurlandi sem haldið var á Norðfirði. Boðið var upp á tvo fyrirlestra, annars vegar Lifðu betur hjá Orra Smárasyni, sálfræðingi og Sigurði Ólafssyni, ráðgjafa. Þeir fjölluðu um Hugræna atferlismeðferð í daglegu lífi fólks. Hins vegar var boðið upp á fyrirlesturinn Húrra, það er mánudagur! með Hrönn Grímsdóttur, þar fjallar hún um núvitund og bættan starfsanda á vinnustöðum. Að þingi loknu var kennurum boðið að skoða nýja leikskólann Eyrarvelli á Norðfirði. Þar var áhugavert að skoða sig um, hitta samstarfsfólk á Austulandi og fá hugmyndir. Þingið var áhugavert og gagnlegt og nýta kennarar tækifærið til að hitta samstarfsfólk af Austurlandi, koma saman og hafa gaman.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00