Frétt af bókasafninu

Bryndís les fyrir elstu nemendur á Dvergasteini
Bryndís les fyrir elstu nemendur á Dvergasteini

Elstu nemendur leikskóladeildarinnar skruppu á bókasafnið fyrir hádegi í dag með kennaranum sínum, til að hlýða á sögu og til að fá að láni skemmtilegar bækur til að lesa eftir haustfríið. Notaleg stund sem þessi er einn af föstum liðum í starfi skólans og ein af leiðunum sem við förum til að efla áhuga barna á báðum skólastigum á lestri og auka með þeim læsi. Bóklæsi, samfélagslæsi og læsi á eigin áhuga svo dæmi séu tekin.

Bókasafnið  verður framvegis með sérstaka skólaopnun á þriðjudögum og fimmtudögum frá klukkan 9-14 og munu kennarar og nemendur nýta sér það eftir þörfum en þá daga er forstöðukona bókasafnsins okkur til halds og trausts, en safnið er auk þess nemendahópum, í fylgd með kennara, ávallt til boða á skólatíma.   


Athugasemdir