Frægur rithöfundur sat fyrir svörum

Frægur rithöfundur sat fyrir svörum

Nemendur í leiklist í 2. bekk Seyðisfjarðarskóla fjölluðu nýlega um leikritið Bláa hnöttinn eftir Andra Snæ Magnason. Hann var fyrir tilviljun að vinna að handriti úti í Skálanesi og vildi glaður mæta í tíma hjá 2. bekk þann 6. febrúar og svara spurningum um leikritið. Nemendur ræddu við rithöfundinn um margvíslega hluti eins og hamingjuna, stríð, æskuna, uppáhaldsbækur, lögin í leikritinu, uppáhaldssögupersónu í bókinni og hvort eitthvert af sögupersónunum væri hann sjálfur. Við þökkum Andra Snæ kærlega fyrir að gefa sér tíma að hitta okkur.

Andri Snær í heimsókn


Athugasemdir