Frá skólastjóra Seyðisfjarðarskóla

Kæru foreldrar
Það er gleðiefni að segja frá því að mönnun í leikskóladeild hefur tekist vonum framar og við siglum inn í nýtt ár í öryggi um að á leikskóladeildinni er núna og verður eftir áramót nægilega mikill og góður mannskapur til að við getum haldið úti öflugu faglegu starfi á öllum deildum.

Nýir starfsmenn sem komnir eru til liðs við okkur eru þær Guðrún Sæmundsdóttir og Auður Brynjólfsdóttir í hlutastörf og Sveinn Gunnþór mun halda áfram fram á haustið. Í janúar mun Stefán Ómar Magnússon einnig hefja störf við Seyðisfjarðarskóla, fyrst á leikskóladeildinni en svo mun hann færa sig yfir í grunnskóladeildina.

Eftir áramót koma einnig til starfa þær Halldóra Malin Pétursdóttir í hlutastarf. Halldóra kemur í byrjun janúar og verður fram á sumar og jafnframt mun Ingibjörg María Þórarinsdóttir hefja störf í lok janúar/byrjun febrúar. Ingibjörg er leikskólakennari sem starfar eins og er á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta þýðir meðal annars það að við getum opnað Álfhól í janúar og mun aðlögun yngstu nemendanna því hefjast strax eftir áramót. Fyrirséð er að í vor verði börnin þar orðin átta.

Eins vil ég láta ykkur vita af því að fræðslunefnd samþykkti sumarlokun leikskóladeildar eftir umræður í skólaráði, á síðasta fundi sínum. Sumarlokun leikskóladeildar verður frá 8.júlí 2020 til miðvikudagsins 5. ágúst 2020. Hins vegar er 6. ágúst heill starfsdagur. Nemendur koma því 7. ágúst aftur eftir sumarfrí.

Bryndís Skúladóttir verður í leyfi fram yfir áramót en samkvæmt okkar verklagsreglum þá stígur skólastjóri meira inn í daglegt starf á deildununum þegar aðstoðarskólastjórarnir í Seyðisfjarðarskóla fara í leyfi. Ég verð því á skrifstofu leikskóladeilar í upphafi hvers dags í þessari viku en svo einnig til staðar í grunnskóladeild og listadeildinni.



Athugasemdir