Frá listadeild Seyðisfjarðarskóla

Á síðustu dögum hefur ýmislegt verið í gangi í tónlistinni.
Á hátíðinni, List í ljósi, komu fram tveir nemendur með sitt hvort atriðið fyrir framan Ölduna, þá tók einn gítarnemandi þátt í Upptaktinum í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði um helgina, og svo fór hópur nemenda á Fossahlíð til að leika fyrir fólkið þar núna í vikunni.
Allir flytjendur stóðu sig með prýði.
 
 

Athugasemdir