Nemendaþing

Föstudaginn 10. janúar var nemendaþing í grunnskóladeildinni. Nemendum á yngsta stigi var skipt upp í hópa sem hver og einn hafði starfsmann sér til aðstoðar við að skrá niðustöður. Mið- og elsta stigi var svo skipt í aldursblandaða hópa sem skráðu niðurstöður sínar á rafrænan hátt. Þingið snérist að þessu sinni um líðan nemenda og voru eftirfarandi spurningar lagðar fyrir:
 
  • Hvernig líður þér í skólanum? Af hverju?
  • Hvað getur starfsfólk gert svo að öllum líði vel í skólanum?
  • Hvað getum ég og þú (nemendur) gert svo að öllum líði vel í skólanum?
 
Meðfylgjandi eru myndir frá þinginu en niðurstöður verða kynntar þegar þær liggja fyrir.