Fjölskyldulundurinn/útikennslustofan við Dagmálalæk.

Í gær sunnudaginn 4. maí  var farið í átak og lagaður og betrumbættur fjölskyldulundurinn/útikennslustofan við Dagmálalæk.

Framkvæmdinni er skipt upp í nokkra verkhluta og snerist viðburðurinn í gær um að fjarlægja leifar af gamla skýlinu, laga hleðslu og gera svæðið tilbúið fyrir smíði á nýju skýli og aðstöðu.

Í framhaldinu munum við leita til handlaginna Seyðfirðinga að hjálpa til við að reisa skýlið. Sú tímasetning verður auglýst síðar.

Foreldrafélag Seyðisfjarðarskóla stendur að viðburðinum með góðri hjálp frá starfsfólki Alcoa Fjarðaáls, sem ætla að gera þetta að ACTION verkefni fyrir samfélagið. Einnig er verkefnið styrkt af Múlaþingi.

  /static/files/_blob/z3cbkxjc5wjalnpb7n06.jpg