Námskeið á vegum listadeildar

Listadeild Seyðisfjarðarskóla býður upp á þrjú námskeið í vor og í sumar. Þórunn Eymundardóttir mun sjá um skapandi smiðju fyrir börn í 1. - 5. bekk og Stop Motion námskeið fyrir börn í 3. - 10. bekk. Benedikt H. Hermannsson og Magga Stína munu svo sjá um námskeiðið Tónlistartripp í samstarfi við LungA hátíðina.

Skapandi smiðja

14. Maí - 1. Júní
8 skipti kennt á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum frá 15.00 - 16.30
Fyrir nemendur í 1. - 5. bekk
Í skapandi smiðju verður unnið í fjölbreytta listmiðla og efnivið, gerðar tilraunir og pælt í hlutunum. Nemendur munu kynnast fjölbreyttum aðferðum til myndgerðar og skúlptúrgerðar, fara í vettvangsferðir um nærumhverfi bæjarins og kanna hugarflugið.
Fyrir hugmyndaríka krakka sem vilja skoða heiminn með höndunum og augunum.
Það verður unnið bæði inni og úti.
Kennari: Þórunn Eymundardóttir
Hámarksfjöldi:10
Skráningargjald: kr. 12.500
 

 

Stop motion

15. - 29. maí
3 skipti, kennt á þriðjudögum frá 16.00 - 18.00
Fyrir nemendur í 3. - 10. bekk
Á námskeiðinu verður farið skref fyrir skref í gegnum ferlið að búa til stop-motion mynd. Farið verður í hugmyndavinnu og sjónræna uppsetningu (storyboard), fjölbreytt efni og sviðsmyndir, upptöku, vinnslu og hljóðsetningu. Unnið verður á ipad með smáforritið Stopmotion.
Allir nemendur klára eina mynd á námskeiðinu.
Kennari: Þórunn Eymundardóttir
Hámarksfjöldi:10
Skráningargjald: kr. 5.500
 
 

Tónlistartripp, samstarf Listadeildar og LungA skólans

15. - 22. júlí

Hér er hlekkur á upplýsingar og umsóknareyðublað fyrir námskeiðið Tónlistartripp.

 


Athugasemdir