Þemað í ár er
stærðfræði, listir og sköpun (e. Mathematics, art, and creativity) en stærðfræði og listir hafa verið samofin í gegnum tíðina.
Í tilefni af degi stærðfræðinnar setti stjórn Flatar saman
þemahefti með 14 mismunandi verkefnum. Miðstigið í Seyðisfjarðarskóla unnu verkefni sem finna mátti í þemaheftinu og eitt af þeim var að búa til andlit í anda Pablo Picasso. Útkoman var glæsileg og urðu til margar og fjölbreyttar útgáfur af andlitum eins og sjá má á myndunum.