Vetrartónleikar

Vetrartónleikar

Föstudaginn 1. nóv, fara fram fyrstu tónleikarnir í Tónlistarskóla Seyðisfjarðar á þessu skólaári. Tónleikarnir byrja stundvíslega  kl. 17:00 í tónlistarstofunni í Rauða skóla og eru hugsaður sem afslöppuð tónlistarstund þar sem allir ættu að geta notið saman í núinu.

Að þessu sinni koma ekki allir nemendur skólans fram, eingöngu þeir sem í samtali við kennara telja sig vera tilbúin að taka skrefið. En á jólatónleikunum sem fara fram í desember munu allir nemendur stíga á stokk.

Við vonumst til að sjá sem flesta, allir velkomnir.


Athugasemdir