Verkefni frá Minjasafni Austurlands og BRAS

Við fengum góða heimsókn á miðstigið í vikunni. Nemendur unnu skapandi verkefni sem tengist Valþjófsstaðahurðinni undir leiðsögn listakvennanna Elínar Elísabetar Einarsdóttur og Ránar Flygenring.
Hér kynntust nemendur austfirska dýrgripnum Valþjófsstaðahurðinni, einum merkasta forngrip þjóðarinnar og listsköpun fyrri alda. Verkefnið var unnið í samstarfi við Minjasafn Austurlands og BRAS.

 

 

 


Athugasemdir