Á þriðjudaginn var árlegur skíðadagur grunnskóladeildar í ágætis veðri og góðu færi. Nemendur og starfsfólk fengu þar tækifæri til að njóta útiveru í fjallinu.
Við viljum koma á framfæri sérstökum þökkum til foreldra og starfsfólks sem lögðu hönd á plóg við að skutla nemendum í fjallið.