Útskriftarferð 9. og 10. bekkjar

9. og 10. bekkur hafa undanfarin tvö ár safnað í ferðasjóð til að fara í útskriftarferð til Danmerkur. Heimsfaraldur setti auðvitað strik í reikninginn en í stað þess að fara til útlanda var ákveðið að fara í hringferð um Ísland að þessu sinni. Fararstjórarnir Jóhanna og Guðrún Ásta skipulögðu spennandi dagskrá og héldu þétt utan um hópinn sem kom sæll og glaður heim. Krakkarnir senda þakklæti til allra þeirra sem hafa styrkt þau til ferðarinnar.  


Athugasemdir