Útskrift í leikskóladeild Seyðisfjarðarskóla

Föstudaginn 27. júlí s.l. voru elstu nemendur leikskóladeildar útskrifaðir við hátíðalega athöfn við Seyðisfjarðarkirkju. Þau tóku við útskriftarskírteininu sínu í tilefni áfangans, fengu blóm í tilefni dagsins og verkefni vetrarins í fjölnotataupoka frá Önnu Guðbjörgu.  Við viljum þakka þessum flottu nemendum og fjölskyldum þeirra kærlega fyrir samstarfið. Gangi ykkur vel í grunnskóladeildinni og framtíðinni allri.

 Eftir athöfnina var farið upp í leikskóladeild þar sem árleg Sólvallahátíð var haldin. Fjölskyldur nemenda var boðið í heimsókn og var þáttaka mjög góð, við grilluðum pylsur og Leikhópurinn Lotta kom með söngvasyrpu.Foreldrafélag leikskóladeildar bauð upp á sýninguna og þökkum við kærlega fyrir stuðninginn.


Athugasemdir