Útidótadagur

Nemendur komu með útileikföng þennan dag, bílar, fötur og skóflur, dúkkukerrur og bolta svo eitthvað sé nefnt. Eldri börnin á Dvergasteini komu með alls konar sumarleikföng og fóru þau til að mynda út á Spítalatún í Kubb og fleiri leiki. Við vorum mjög heppin með veður, dagurinn var spennandi og skemmtilegur. 


Athugasemdir