List Fyrir Alla - Svakalega lestrarkeppnin
Nú hafa verið tilkynnt úrslit í Svakalegu lestrarkeppninni og var það Melaskóli í Reykjavík sem bar sigur úr býtum í þetta sinn. Alls tóku tæplega 17 þúsund börn í 90 skólum um land allt þátt í keppninni.
Lestrartölurnar eru vægast sagt svakalegar en samtals lásu öll börnin í um 9,7 milljón mínútur á einum mánuði eða í 161.539 klukkustundir. Tölurnar sýna að allir skólar sem skráðu sig í keppnina tóku virkan þátt og lögðu sig fram og í raun eru því allir 90 skólarnir sigurvegarar. Einn aðaltilgangur lestrarkeppninnar er að auka áhuga barna á lestri og gera lestraráhuga barna sýnilegan.
Seyðisfjarðarskóli stóð sig vel í keppninni en sá bekkur sem las flestar mínútur í skólanum var 6. bekkur með 662 mínútur á nemanda. Þar á eftir kom 7. bekkur með 455 mínútur á nemanda og í þriðja sæti var 3. bekkur með 448 mínútur á nemanda.
Við höldum auðvitað áfram að lesa alls konar bækur og leggjum áherslu á að vekja og viðhalda lestraráhuga hjá öllum nemendum.