Tónlistarmaðurinn Jón Hilmar Kárason kom í heimsókn í gær með frábært námskeið á vegum BRAS og Tónlistarmiðstöðvar Austurlands. Ræddi hann meðal annars við nemendur skólans um mikilvægi þess að vinna hörðum höndum að því að ná árangri í því sem maður hefur mestan áhuga á og skrímsið undir rúminu sem segir manni að maður eigi að hrökkva frekar en að stökkva. Námskeiðið var mjög skemmtilegt og höfðu nemendur um margt að ræða að því loknu. Við þökkum Jóni Hilmar kærlega fyrir komuna og vonumst til að sjá hann aftur sem fyrst!
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00