Tónleikar í dag 12. mars

Í dag verða haldnir tónleikar í Seyðisfjarðarkirkju þar sem koma fram söngnemendur Kristjönu Stefánsdóttur, ásamt gítarleikaranum Jóni Hilmari Kárasyni og Sigrúnu Ólafsdóttur bassaleikara. Nemendurnir sem syngja í dag eru á unglingastigi. M.a. verður frumflutt verður lag eftir Grím Ólafsson.

Tónleikarnir eru öllum opnir og hefjast kl. 17.

Við förum að sjálfsögðu öll eftir sóttvarnarreglum og verðum með grímur ef við á, og fylgjumst með nálægðarmörkum.
Hlakka til að sjá sem flesta!

Kær kveðja,
Vigdís Klara Aradóttir
deildarstjóri í Listadeild Seyðisfjarðarskóla


Athugasemdir