Sviðasulta

Sviðasulta

Nemendur í 3.-4. bekk hófu heimilisfræðiönnina á því að aðstoða matráðin okkar, hana Röggu við að hreinsa svið og gera klár til sviðasultugerðar. Þetta þótti mis framandi og girnilegt í augum barnanna en þó nokkrir laumuðu þó upp í sig bita og bita. Við notuðum tækifærið og ræddum góða nýtingu á sláturdýrum og þá staðreynd að áður fyrr var allt nýtt nema jarmið hjá blessaðri sauðkindinni.

 Þórunn Eymundardóttir og krakkarnir í 3. - 4. bekk.

Heimilisfræði sviðasulta


Athugasemdir