Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla

Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla 

Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla fór fram á sal föstudaginn 22. febrúar.  Nemendur  7. bekkjar lásu þar upp og stóðu sig með stakri prýði.  Dómnefnd var ekki öfundsverð af því að þurfa að gera upp á milli nemenda en komst að lokum að þeirri niðurstöðu að Gylfi Arinbjörn Magnússon yrði fulltrúi Seyðisfjarðarskóla á héraðshátíð Stóru upplestrarkeppninnar sem verður haldin í Egilsstaðaskóla þann 13. mars nk. Varamaður var valinn Eirikka Sól Stefánsson.

Til hamingju með flottan upplestur allir 7. bekkingar.


Athugasemdir