Stóra upplestrarkeppnin

Árlega taka nemendur í 7. bekk í Seyðisfjarðarskóla þátt í Stóru upplestrarkeppninni.

Síðastliðin ár hefur undirbúingur hafist að hausti og hópurinn svo farið svo í kringum 16. nóvember í heimsókn á Fossahlíð og flutt þar ljóð.
Á litlu jólunum lesa 7. bekkingar jólasögu fyrir aðra nemendur og strax að loknu jólafríi er hafist handa við að æfa texta fyrir keppnina og velja ljóð.
Keppnin í skólanum fór fram sl. fimmtudag, 27. febrúar. Í Seyðisfjarðarskóla er í vetur 7 nemendur í 7. bekk. Því miður gat einn þeirra ekki verið með okkur á keppninni sjálfri þrátt fyrir að hafa sinnt undibúningi vel. Hin sex fluttu texta úr sögunni Hetju, eftir Björk Jakobsdóttur, og tvö ljóð hvert og stóðu sig öll frábærlega. Dómarar í ár voru Anna Margrét Ólafsdóttir og Sigga Lund. Baldur Myrkvi Brynjarsson var sigurvegari skólakeppninnar og fer hann sem fulltrúi okkar í Héraðskeppnina sem fram fer á Egilsstöðum þann 25. mars. Við óskum honum innilega til hamingju.