Stóra upplestrarkeppnin

Í gær fór fram Stóra upplestrarkeppnin í Seyðisfjarðarskóla. Allir fjórir nemendur í 7. bekk tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Hvert þeirra flutti stuttan kafla úr skáldsögunni Blokkin á heimsenda og tvö ljóð.Rakel Snorradóttir og Sigríður Rún Tryggvadóttir skipuðu dómnefndina og var Gerður Elvarsdóttir valin til að vera fulltrúi skólans í Héraðskeppninni sem fram fer 13. mars á Egilsstöðum.


Athugasemdir