Á fyrsta sameiginlega starfsmannafundi skólársins 15. ágúst, ræddu kennarar og annað starfsfólk um hvaða gildi eru mikilvæg í samstarfi vetrarins og í störfum þeirra við skólann.
Við vorum sammála um að virðing, vinátta, traust og gleði séu undirstöður okkar og því yfirskrift samstarfs og vinnu við skólann á deildum og milli deilda. Á næstunni munum við vinna saman að sáttmála fyrir okkur sjálf til að fara eftir. Slíkur sáttmáli byggir á gildunum sem við völdum. Við munum leggja okkur fram við að vinna af alúð undir þessum formerkjum og láta störf okkar einkennast af þeim. Það að finna gildi og gera starfsmannasáttmála er hluti af innleiðingu uppeldisstefnunnar Uppeldi til ábyrgðar, sem við í Seyðisfjararskóla erum að byrja að vinna markvisst eftir í starfsmannahópnum og í starfi með nemendum.
Virðing, vinátta, traust og gleði.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00