Skólaþing

Þriðjudaginn 31. okt. hélt Seyðisfjarðarskóli árlegt skólaþing og var lögð áhersla á leikskólastarfið innan skólans og tók leikskóladeildin að sér umsjón þingsins. Þátttaka var góð af foreldrum, kennurum og nemendum. Við viljum þakka kærlega fyrir komuna og góða verkefnavinnu.  

 Sigríður Herdís Pálsdóttir, leikskólastjóri í leikskólanum Skógarlandi á Egilsstöðum kom og hélt stutt erindi um hugarfar starfsmanna en það skipti miklu máli við sameiningu skólastofnana eins og við erum að vinna í.

Þinggestum var skipt í 7 hópa þar sem umfjöllunarefnin voru mismunandi, má þar nefna aðkoma nærsamfélagsins að skólastarfinu, þróun stefnu bókasafnsins og endurskipulagning leikskólalóðarinnar o.fl. Hóparnir unnu verkefni sem þau síðan skiluðu af sér við lok þingsins. Skólinn bauð upp á kvöldmat, en skólaliðar ásamt matráð elduðu kjúklingasúpu handa gestunum.

Unnin verður greingerð úr umræðupunktunum sem nýtist við þróun skólastarfsins innan alls skólans.


Athugasemdir