Það var nóg um að vera síðustu daga skólaársins. Krakkarnir í 10. bekk elduðu dýrindis máltíð fyrir foreldra sína og fararstjórana í skólaferðalaginu. Með þessari hefð þakka nemendur fyrir stuðninginn í gegnum skólagönguna og fyrir aðstoð í fjáröflun og skipulagningu á ferðalaginu.
Vordagar voru dagana 2. og 3. júní. Þá fór unglingastigið og plantaði birkitrjám sem okkur var úthlutað frá Yrkjusjóði. 10. bekkur fór á skyndihjálparnámskeið og nemendur á yngsta og miðstigi fóru í alls kyns hópeflisleiki. Þá fengum við lögregluna í heimsókn sem skoðaði hjól og öryggisbúnað nemenda. Solla frá Slysavarnardeildinni Rán kom og afhenti krökkunum í 6. bekk gjafabréf fyrir hjálma og krakkarnir í 1. bekk fengu hjálma frá Kiwanis. Að lokum fóru allir nemendur og starfsfólk skólans upp í útikennslustofu þar sem voru grillaðar pylsur, spilað folf og sungið.
Vordagar (sjá myndir)
Föstudaginn 4. júní voru skólaslitin, sem haldin voru í kirkjunni þar sem nemendur og kennarar kvöddu skólaárið saman. 10. bekkingum er sérstaklega þakkað fyrir samveruna og óskað alls hins besta í því sem þeir taka sér fyrir hendur í framtíðinni.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00