Í október lásu nemendur á miðstigi Skólaslit2- Dauð viðvörun eftir Ævar Þór Benediktsson. Ævar og félagar í skólaslitsteyminu, birta einn kafla af sögunni á hverjum virkum degi í október. Sagan er frábærlega myndskreytt af Ara H. G. Yates. Nemendur lásu heima en unnu svo verkefni í tensglum við söguna í skólanum og oft sköpuðust mjög líflegar umræður um söguna, er mjög í anda hryllings og hrekkjavöku með tilheyrandi uppvakningum, blóði og vibjóði.
Undir lok mánaðar bauðst nemendum að taka þátt í leik þar sem þeir áttu að segja hvernig hópurinn myndi bregðast við ef uppvakninar gerðu innrás í skólastofuna þeirra. Miðstigið samdi frábærar tillögur og vann til verðlauna- allir fengu býant merktan skólaslitum 2.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 11:45