Sjálfstyrkingafyrirlestrar í boði Foreldrafélagsins 15.febrúar

Í næstu viku munum við fá góða gesti í heimsókn í skólann því fimmtudaginn 15. febrúar verður nemendum í 3.-10. bekk boðið upp á sjálfstyrkingarnámskeið á skólatíma. Námskeiðin verða þrjú eftir hópunum en hverjum hópi er svo einnig kynjaskipt. Stúlkunum verður boðið upp á námskeiðið „Stelpur geta allt“, þar er leiðbeinandi Kristín Tómasdóttir. Námskeið drengjanna heitir „Öflugir Strákar“ í leiðsögn Bjarna Fritzsonar.
 
Seinna sama dag býðst foreldrum fræðsla því þau Kristín og Tómas halda þá fyrirlestur þar sem þau fara yfir hvernig foreldrar geta styrkt sjálfsmynd barna sinna. Sá fyrirlestur verður í Gamla skóla klukkan 16:30.
 
Fyrirlestarnir eru í boði Foreldrafélags Seyðisfjarðarskóla með myndarlegum stuðningi frá Síldarvinnslunni, Seyðisfjarðarkaupstað, Austfar & Norrænu ferðaskrifstofunni.
 
 

Athugasemdir