Samstarf vegna farsællar grunnskólabyrjunar

Samstarf vegna farsællar grunnskólabyrjunar

 Annar bekkur heimsótti í gær nemendur á Dvergasteini og lásu fyrir þau sögur og tóku þátt í útivist með þeim. Á meðan fóru elstu nemendur leikskóladeildar í heimsókn til fyrsta bekkjar. Heimsóknirnar eru hluti af samvinnu deilda vegna flutninga nemenda milli skólastiga.

 Markmið samstarfsins eru eftirfarandi:

  • Að auðvelda nemendum tilfærslu milli skólastiga og stuðla að farsælli grunnskólabyrjun við sex ára aldur.
  • Að fimm ára nemendur kynnist nemendum, starfsfólki og umhverfi grunnskóladeildar samhliða skólagöngu sinni í leikskóladeild og stuðla þannig að vellíðan og öryggi barna við að fara úr leikskóla í grunnskóla.
  • Að skapa farveg fyrir miðlun upplýsinga á milli skólastiga.
  • Að auðga skólastarfið á báðum stigum og efla félagsleg tengsl
  • Að nýta sérstöðuna og það umhverfi sem við búum við.

Vinnan heldur áfram fram á sumar en í maí taka elstu nemendur leikskóladeildar þátt í þemadögum og vorferðalagi.


Athugasemdir