Reglulega í vetur ætla allir nemendur og kennarar leikskóladeildar að hittast í Ós og syngja saman. Að morgni fimmtudagsins 2. nóv. hittust allir, nemendur og kenndu hvert öðru eitt lag, síðan kenndu Benni Listadeildarstjóri og einn tónlistarnemi hans úr leikskóladeildinni hópnum frumsamið lag, Skafa, Skafa. Lagið fjallar um veturinn og jólasveinana sem þurfa að skafa sleðana sína áður en þeir deilda út pökkunum. Lagið er mjög skemmtilegt og grípandi og ætlum við að syngja það áfram saman. Eftir að hafa sungið saman nokkur vel valin lög fórum við í útivist.
Við ætlum að hittast næst í byrjun desember.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00