Samfélagsfræði

Í desember síðastliðnum voru nemendur á unglingastigi spurðir að því hvað þá langaði að læra í samfélagsfræði. Eftir að hafa fengið góða kynningu á því hvað félli undir samfélagsfræði var trúarbragðafræði eitt af því sem að 10. bekkur vildi læra meira um og byrjaði bekkurinn því nýtt ár á því að fræðast um gyðingdóm. Eftir að hafa lært um forsögu, siði, venjur, hátíðir og fl. fannst þeim matarhefðir gyðinga áhugaverðar og spurðu krakkarnir hvort að þau mættu elda rétti sem einkenndu gyðingdóm. Þau völdu sjálf þrjá rétti til að gera og enduðu á að reiða fram þrjá stórgóða og fjölbreytta rétti. Var þetta endapunkturinn á fræðslu um gyðingdóm og eru næstu trúarbrögð á dagskrá íslamstrú.

 


Athugasemdir