Sænska módelið í Nyborg

Leikskólinn Taarnborg i Nyborg
Leikskólinn Taarnborg i Nyborg

Sænska módelið í Nyborg

Dagana 13. – 16. mars fóru Svandís skólastjóri og Ásta Guðrún aðstoðarleikskólastjóri í námsferð ásamt fleiri stjórnendum af Austurlandi og starfsfólki félagsþjónustunnar til Danmerkur. Tilefnið var kynning á sænska módelinu svokallaða,  en það er ný nálgun innan félagsþjónustunnar og  nýtt verklag um samstarf sem skólar og félagsþjónustan á svæði félagsþjónustunnar á Fljótsdalshéraði munu innleiða og starfa eftir á komandi misserum. Í hnotskurn gengur sænska módelið út á aukið samstarf fagaðila skóla, heilsugæslu og félagsþjónustunnar sem mun þýða markvissari ráðgjöf og meðferð í málum einstakra nemenda og fjölskyldna. Það er að segja, bætt þjónusta við börn og foreldra og aukin samvinna fagfólks um málefni tengd velferð og námi nemenda frá leikskólaaldri.

Kynningin samanstóð af þremur hálfsdags fyrirlestrum, vinnufundum  og auk þess  heimsóknum í þrjá mismunandi leik- og grunnskóla í Nyborg en þar hefur módelið verið innleitt og þykir til bóta.


Athugasemdir