Rithöfundur í heimsókn

Nemendur í grunnskóladeild voru svo heppnir að fá Bergrúni Írisi rithöfund í heimsókn í síðustu viku. Hún ræddi um bækur sínar og skrif við krakkana á yngsta- og miðstigi og greinilegt að í hópnum eru áhugasamir lesarar og rithöfundar framtíðarinnar. 

https://bokabeitan.is/is/collections/bergrun-iris-saevarsdottir

 

2020 Vest Norrænu barnabókaverðlaunin: Lang-elstur að eilífu

Dag einn er lífi Eyju snúið á hvolf. Mamma og pabbi færa henni gleðifréttir – sem gleðja bara alls ekki neitt.
Á sama tíma hrakar heilsu Rögnvaldar, hins 97 ára gamla besta vinar hennar og bekkjarfélaga. Eyju finnst eins og allt sé að breytast, allt of hratt!
Svo fær Eyja frábæra hugmynd! Eftir dálitlar samningaviðræður tekst henni að sannæra Rögnvald og vinirnir halda í skemmtileg, hættuleg og spennandi ævintýri!
Eyja lærir að oft er stutt á milli sorgar og gleði og að stórar breytingar þurfa alls ekki að vera svo slæmar.

Höfundur og myndskreytir: Bergrún Íris