Olweusardagurinn

Olweusardagurinn gegn einelti var haldinn hátíðlegur í grunnskóladeild á alþjóðlegum baráttudegi gegn einelti þann 8. nóvember. Nemendum var skipt í hópa þvert á aldur og fóru á stöðvar þar sem í boði voru fjölbreytt verkefni. Nemendur bjuggu til sitt eigið góðverkabingó, föndruðu falleg skilaboð og gerðu stuttmyndir. Margir mættu í grænum fötum eða með eitthvað grænt því grænn er táknrænn litur fyrir þann sem berst gegn einelti. 

Olweusardagurinn


Athugasemdir