Olweusardagurinn

Nú á miðvikudaginn, 8. nóvember, er alþjóðlegur baráttudagur gegn einelti. Við í Seyðisfjarðarskóla höldum daginn hátíðlegan með því að hafa Salinn (sem venjulega er á föstudögum) kl. 8:00 á miðvikudaginn og bjóðum öllum bæjarbúum að koma og taka þátt í þessari mikilvægu baráttu.
 
Á dagskránni eru atriði sem allir bekkir hafa undirbúið og tengjast einelti. Seyðisfjarðarskóli er Olweusarskóli og þennan dag ber okkur að miðla fræðslu um einelti til samfélagsins. Því bjóðum við ykkur, kæru Seyðfirðingar, að koma endilega til að heyra og sjá hverju börnin vilja miðla til ykkar. Hver hópur er með mismunandi atriði en örugglega er hægt að lofa ykkur fræðslu og góðri skemmtun.

Athugasemdir