Á mánudagsmorgun 27. ágúst fóru allir nemendur Dvergasteins í útistofuna með það að markmiði að læra umgengni við hana. Það er mjög mikilvægt að temja okkur góðar reglur í umgengni við eldstæði og heitt vatn. Við suðum vatn, drukkum kakó og bruddum tvíbökur. Gengum upp í Dagmalaskóg og lékum okkur við lítinn læk og í berjamó. Við skoðuðum líka mismunandi trjátegundir og síðar í vikunni munu hóparnir fara og velja sér vinatré. Þau munu fylgjast með ártíðabreytingunum á trénu sínu í haust, vetur, vor og fram á sumarið.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00