Námsmaraþon

Nemendur í 8. og 9. bekk eru að safna fyrir Danmerkurferðalagi sem þeir stefna á vorið 2023. Liður í þeirri fjáröflun er námsmaraþon þar sem nemendur safna áheitum og eru í skólanum í sólarhring að vinna hin ýmsu námsverkefni. Maraþonið byrjaði kl.08.00 í morgun, föstudag og lýkur kl. 08.00 á laugardagsmorguninn. Hópurinn var hress og vel stemmdur í upphafi maraþonsins.


Athugasemdir