Myrkraball

Myrkraball Seyðisfjarðarskóla var haldið með pompi og prakt laugardaginn 6. nóvember í Herðubreið. Myrkraballið er fyrir allar deildir skólans og byrjaði dagurinn með balli fyrir leikskólann og mættu börnin í alls kyns búningum, fengu popp, nammi og djús og skemmtu sér vel.

Sama má segja um ballið fyrir 1.-4. bekk, mikið fjör, fjölbreyttir búningar, þau fóru í limbókeppni og stoppdans og skemmtu sér vel.

Miðstig og unglingastig kláruðu síðan kvöldið með stæl, plötusnúðarnir stóðu sig og héldu uppi stuðinu. Nammi-bolla, popp, limbókeppni, stólaleikur og flottasti búningurinn var á dagskrá og almenn gleði yfir því að loksins fara á ball saman.

Nemendaráðið og foreldrafélögin sáu um skreytingar og utanumhald og þakka öllum sem komu á böllin.

Myrkraball 2021