Mikið er um að vera í leikskóladeildinni núna.

Mikið er um að vera í leikskóladeildinni núna. Hópastarfið er að komast á fullt aftur eftir sumarið en nemendur fást við ýmis viðfangsefni, þau eru mikið úti að kanna umhverfið sitt en einnig að vinna ýmis hópaverkefni inni. Lítill hópur Vinaminnisnemenda hittist í morgun og blésu með röri í sápuvatn og bjuggu til myndir á pappír.  Þetta var spennandi verkefni og þau tóku glöð þátt í því. Mikið er einnig að gerast hjá starfsfólkinu en við erum núna að undirbúa Haustþing leikskóla á Austurlandi sem haldið verður hér á Seyðisfirði föstudaginn 14. september. Von er á leikskólastarfsfólki frá öllu Austurlandi til okkar, allt frá Hornafirði til Vopnafjarðar en einnig fyrirlesurum og námskeiðshöldurum langt að. Má því segja að það verði líf og fjör næstu daga hjá okkur í leikskóladeildinni.


Athugasemdir