Í síðustu viku, í VAL með nemendum í fyrsta og öðrum bekk, lásum við bók um Rosa Parks. Í gær lásum við um annan bandarískan mannréttindafrömuð að nafni Martin Luther King Jr. Hann tók þátt í fyrstu friðsamlegu baráttu blökkumanna, sem barðist fyrir afnámi kynþáttaaðskilnaðar. Hann var áhrifamikil fyrirmynd að lesa um.
Sumar tilvitnanir hans eru líka mjög sterkar setningar, eins og "ég er maður" eða "ég á mér draum". Við lærðum sum þeirra og ræddum um það og hugsum svo og teiknuðum eða/og skrifuðum hvað eru draumar okkar.
Að lesa um friðsæla en öfluga baráttu Martins fyrir mannréttindum var hvetjandi og minnti okkur á að hatur er aldrei lausnin. Eins og hann sagði "hatur getur ekki rekið út hatur; aðeins ást getur gert það."