Málunarnámskeið fyrir 5.-10. bekk

Málunarnámskeið fyrir 5.-10. bekk

Listadeild Seyðisfjarðarskóla býður upp á námskeið í málun fyrir nemendur í 5. – 10. bekk.

Farið verður í grundvallaratriði akrílmálunar og helstu efni og áhöld kynnt.

Námskeiðið verður einu sinni í viku, á þriðjudögum kl. 16.00-17:30 í Rauða skóla, í átta skipti.

Kennari er Sandra María Sigurðardóttir, sjónlista- og textílkennari við Seyðisfjarðarskóla.

 

Námskeiðsgjald er 10.000 kr., allt efni er innifalið.

 

Námskeiðið hefst næsta þriðjudag 8. október, síðasti skráningardagur er um hádegið samdægurs.

Vinsamlegast sendið skráningu til: tinna@skolar.sfk.is

Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns.

 

 Kv. Tinna


Athugasemdir