Malala Yousafzai

Í síðustu viku, í VAL með nemendum í fyrsta og öðrum bekk, lásum við bók um Malala Yousafzai, annan mannréttindafrömuð, að þessu sinni frá Pakistan. Malala barðist sérstaklega fyrir menntun kvenna og barna í heimalandi sínu Swat, Khyber Pakhtunkhwa, þar sem pakistanskir talibanar hafa stundum bannað stúlkum að ganga í skóla.

Við ræddum eina tilvitnun í hana, „Eitt barn, einn kennari, ein bók, einn penni getur breytt heiminum.“ og lituðum svo andlitsmyndina hennar með fullt af litum til að tákna litrík og falleg fötin hennar.

Að lesa um baráttu Mölu fyrir að leyfa börnum að fara í skóla og hættuna sem vilji hennar til að læra hefur verið fyrir hana (eins og að vera skotin!), var mjög forvitnilegt og gaf okkur nýja sýn á skólann. Okkur fannst við öll heppin að fá að fara í skólann, jafnvel þegar við erum stundum ekki spennt fyrir því. Og í að minnsta kosti eitt augnablik tókum við ekki sem sjálfsögðum hlut að hér er okkur öllum frjálst að læra.

 


Athugasemdir