List fyrir alla

Miðvikudaginn 4. september fengu nemendur í 3. - 7. bekk góða heimsókn á vegum List fyrir alla. Það voru þær Eva Rún Þorgeirsdóttir, rithöfundur og Blær Guðmundsdóttir teiknari sem báðar hafa starfað við fjölbreytt verkefni tengd bókaútgáfu og barnamenningu. Þær hafa síðastliðin tvö ár kennt rit- og teiknismiðjuna Svakalega sögusmiðjan í Borgarbókasafninu.
Í fyrirlestrinum Svakalegar sögur sögðu þær meðal annars frá:
  • hvernig krakkar geta hugsað skapandi og skrifað svakalegar sögur.
  • af hverju það er mikilvægt að hugsa skapandi og lesa bækur.
  • hvernig hægt er að æfa sig í að fá hugmyndir hvar og hvenær sem er.
  • hvernig krakkar geta sent sínar eigin sögur inn í verkefnið Sögur.

 

Þessa sögu samdi hópurinn:

Einn daginn var Kamilla Nikkolína heima hjá sér að borða banana. Þegar hún var búin að borða bananann fór hún út á flugvöll. Hún ætlaði að fara með flugvélinni á fótboltaleik og ætlaði að stökkva út í fallhlíf til að komast á leikinn. Kamilla Nikkolína flaug af stað en þegar hún var komin upp í loftið sá hún að það var engin fallhlíf í vélinn. Hún ákvað að nota bara regnhlíf í staðinn og stökk út.

Kamilla Nikkolína sveif hratt niður - af því hún var ekki með fallhlíf heldur bara regnhlíf - og þegar hún lenti á fótboltavellinum meiddi hún sig því hún lenti beint ofan á kind sem var að keppa á fótboltavellinum. Liðið hennar Kamillu átti nefnilega að keppa við lið af kindum. Leikurinn var sýndur í sjónvarpinu og foreldrar hennar Kamillu sáu allt sem gerðist. Allt í einu sá Kamilla einhvern vera að byggja hús við fótboltavöllinn, en hún sá ekki hver það var.

Liðið hennar Kamillu vann leikinn og hún hringdi í mömmu og pabba og sagði þeim það. Þá sögðu þau henni að maðurinn sem var að smíða húsið væri afi hennar. Afi var að smíða býflugnabú svo að býflugurnar gætu horft á fótboltaleiki.

Afi sagði:„ Hæ Kamilla Nikkolína, komdu nú heim með mér því við ætlum að horfa á þennan frábæra fótboltaleik sem þú varst að vinna.“

Svo fóru þau heim.

ENDIR

 

Frekari upplýsingar eru á vef List fyrir alla: List Fyrir Alla - Svakalegar sögur!