Þessa sögu samdi hópurinn:
Einn daginn var Kamilla Nikkolína heima hjá sér að borða banana. Þegar hún var búin að borða bananann fór hún út á flugvöll. Hún ætlaði að fara með flugvélinni á fótboltaleik og ætlaði að stökkva út í fallhlíf til að komast á leikinn. Kamilla Nikkolína flaug af stað en þegar hún var komin upp í loftið sá hún að það var engin fallhlíf í vélinn. Hún ákvað að nota bara regnhlíf í staðinn og stökk út.
Kamilla Nikkolína sveif hratt niður - af því hún var ekki með fallhlíf heldur bara regnhlíf - og þegar hún lenti á fótboltavellinum meiddi hún sig því hún lenti beint ofan á kind sem var að keppa á fótboltavellinum. Liðið hennar Kamillu átti nefnilega að keppa við lið af kindum. Leikurinn var sýndur í sjónvarpinu og foreldrar hennar Kamillu sáu allt sem gerðist. Allt í einu sá Kamilla einhvern vera að byggja hús við fótboltavöllinn, en hún sá ekki hver það var.
Liðið hennar Kamillu vann leikinn og hún hringdi í mömmu og pabba og sagði þeim það. Þá sögðu þau henni að maðurinn sem var að smíða húsið væri afi hennar. Afi var að smíða býflugnabú svo að býflugurnar gætu horft á fótboltaleiki.
Afi sagði:„ Hæ Kamilla Nikkolína, komdu nú heim með mér því við ætlum að horfa á þennan frábæra fótboltaleik sem þú varst að vinna.“
Svo fóru þau heim.
ENDIR
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00