Kleinubakstur

Í gær voru bakaðar kleinur eins og enginn væri morgundagurinn, bæði fyrir opnun nýja bókasafnins sem verður fljótlega, og einnig til að selja í hús. Því miður náðist ekki að bjóða kleinur til sölu í öllum bænum, en þau hverfi sem útundan voru verða fyrst á lista í næsta bakstri. Þeim bæjarbúum sem fengu bank á hurðina sína í gær, og tóku einstaklega vel á móti börnunum, eru færðar kærar þakkir.


Athugasemdir