Kæru fjölskyldur,
á morgun, fimmtudag, á milli klukkan 18 og 20 verður hægt að mæta í Herðubreið (í rýmið nálægt innganginum) og sjá að hvaða verkefnum nemendur á unglingastigi hafa verið að vinna. Sumir eru með tilbúin verk og aðrir sýna framvindu verks/verka sem verða tilbúin í vor. Það er nefnilega mjög misjafnt hvort unnið er að einu stóru verki eða að fleiri smærri verkum. Þá hafa sumir nemendur verið að læra tungumál og aðrir á hljóðfæri eða verið í eldamennsku. Í valtímanum á morgun, fimmtudag, verða verkin eða kynningar á þeim sett upp og nemendurnir fá að sjá hvað aðrir hafa verið að gera. Foreldrar eru velkomnir á milli kl. 18 og 20. Í vor verður svo lokasýning á svipuðum nótum.
Suðurgata 4, 710 Seyðisfjörður
Sími á skrifstofu: 470 2320
Sími á leikskóladeild 470 2330
Netfang: seydisfjardarskoli@mulathing.is
Kt: 660220-1350
Skrifstofa skólans er opin frá kl. 8:00 - 12:00