Kærar þakkir

Námsmaraþon 8.-9. bekkjar var haldið 14.-15. janúar sl. og gekk mjög vel þrátt fyrir smá þreytu þegar leið á nóttina. Þau brölluðu ýmislegt, lærðu þýsku, unnu í excel, fóru í fjöruferð, léku sér í íþróttahúsinu og enduðu síðan maraþonið í Sundhöllinni.
 
Danmerkurfararnir vilja þakka Seyðfirðingum kærlega fyrir að taka ævinlega vel á móti þeim og fyrir stuðninginn sem þið hafið sýnt.