Nú stendur yfir mótun nýrrar fjölskyldustefnu fyrir Múlaþing og eru íbúaþing liður í samráði við íbúa sveitarfélagsins.
Stefnan tekur til allra málaflokka sem falla undir starfssvið Fjölskyldusviðs Múlaþings, félagsþjónustu, málefna fatlaðra, málefna aldraðra, æskulýðs- og tómstundamál, íþróttir og starfsemi skóla.
Gert er ráð fyrir að stefna ásamt aðgerðaáætlun um framkvæmd liggi fyrir í lok árs 2023.