Rosa Parks

Í þessari viku, í VAL með nemendum í fyrsta og öðrum bekk, lásum við bók um Rosa Parks, mjög öfluga fyrirmynd. Hún var bandarískur aðgerðarsinni sem barðist fyrir mannréttindum og afnámi aðskilnaðar hvíts og svarts fólks.

Við lituðum andlitsmynd hennar og teiknuðum á sætið við hlið hennar okkar eigin portrett - eða/og gæludýr, til að halda henni félagsskap og styðja hana í þessu óréttlæti.

Lestur um hana minnti okkur á að hugsa um hvernig við getum verið góð hvert við annað og hversu mikilvæg mannréttindi eru.

 


Athugasemdir