Hreyfidagur Seyðisfjarðarskóla

Hreyfidagur Seyðisfjarðarskóla var haldinn 18. janúar síðastliðinn. Fyrri hluta dags var nemendum boðið að velja sér verkefni og gátu valið um sund, just dance, þrektíma, boccia, útitíma og jóga. Í seinni hlutanum hittust síðan nemendur og starfsfólk í íþróttasalnum þar sem voru 16 stöðvar sem þau leystu í hópum. Nemendur fengu þau fyrirmæli um að að vinna saman, hjálpast að, eiga góðan tíma, æfa líkamann, njóta gleðinnar og muna að æfingin skapar meistarann.

Þetta var góður dagur, gaman að sjá samvinnuna og gleðina sem ríkti yfir daginn

Sjá myndir Hreyfidagur 2022


Athugasemdir