Höfuðlús

Höfuðlús

Kæru foreldrar/forráðamenn.


Þar sem lús hefur komið upp í skólanum, eruð þið beðin um að fylgjast mjög vel með hári barna ykkar og annarra fjölskyldumeðlima. Til þess að komast að því hvort barnið ykkar hefur smitast af höfuðlús þarf að kemba hárið með lúsakambi.  Þið eruð því vinsamlegast beðin að kemba hár barnsins strax í dag samkvæmt meðfylgjandi leiðbeiningum.

 

HVERNIG Á AÐ FINNA OG MEÐHÖNDLA HÖFUÐLÚS?

Komi upp lús á heimilinu eða komi barnið ykkar heim úr skólanum með upplýsingar um að lús hafi komið upp í bekknum, haldið ró ykkar. Mjög auðvelt er að losa sig við þennan óvelkomna gest. Í lyfjabúðum fæst efni í hárið, sem drepur bæði lús og nit.  Börn jafnt sem fullorðnir geta fengið lús og gerir hún engan mannamun. Lús getur borist í tandurhreint hár og dafnað þar jafn vel og í óhreinu hári. Lúsin er smá en auðsæ berum augum. Hún er mikið á hreyfingu, ber sig hratt og örugglega eftir hárinu

 

Hvað er til ráða?

Takið eftir einkennum, til dæmis kláða í hársverði. Samskipti barna við leik og nám eru náin. Skipti á greiðu, hárbursta eða höfuðfat o.s.frv. getur valdið því að lús berist frá einum til annars. Ber því að varast sameiginlega notkun. Gott ráð er að geyma höfuðföt og trefla í úlpuermum. Besta leiðin til að leita lúsar er að kemba hárið með lúsakambi sem fæst í lyfjabúðum. Finnist lús eða nit þarf strax að bera í hárið efni, sem vinnur bug bæði á lúsinni og nitinni. Leita þarf þá tafarlaust og skipulega að lús hjá öðru heimilisfólki. Efnin fást án lyfseðils í lyfjabúðum, en fara þarf nákvæmlega eftir leiðbeiningum, sem fylgja.

 

Tilkynningar til annarra. 

Til að hefta útbreiðslu lúsar, verði hennar vart, er nauðsynlegt að láta skóla eða dagvistun vita strax svo og þá, sem fjölskyldan umgengst mest.

Nánari upplýsingar um höfuðlús og meðferð hennar eru ávefsíðu landlæknisembættisins:

https://www.landlaeknir.is/smit-og-sottvarnir/smitsjukdomar/sjukdomur/item12489/Hofudlus-(Pediculus-humanus-capitis)

 

         


Athugasemdir