Heimsókn frá Skaftfelli

Á mánudaginn,20. september, fengum við á miðstiginu skemmtilega heimsókn. Þar voru á ferð með árlegt listfræðsluverkefni Skaftfells þær Kamilla Gylfadóttir, leiðbeinandi verkefnisisn, Anna Júlía Friðbjörnsdóttir sem þróað hefur verkefnið út frá sýningunni sinni sem opnar í Skaftfelli 25. september og Hanna Christel. Við vorum fyrsti hópurinn til að byrja verkefnið og vorum eins konar æfingahópur.

Verkefnið fjallaði að nokkru um náttúruna og hug okkar til hennar. Nemendur lærðu um Morse-stafrófið og skrifuðu skilaboð til umhverfisins með fánum!

 

 


Athugasemdir